ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Ég verð líklega ekki aftur beðinn…

Ólafur Jóhann @ 11.45 16/11

um að auglýsa íslenska landslið í fótbolta. Síðan ég birtist í heilsíðuauglýsingum í öllum dagblöðunum fyrir réttum mánuði, hefur þetta gerst hjá landsliðinu:

Tap fyrir Lettlandi á heimavelli
Tap fyrir Lichtenstein á útivelli.
Landsliðsþjálfarinn rekinn.
Eiður Smári neitar að spila með liðinu.
Ívar Ingimarsson neitar að spila með liðinu.

Ég vona bara að það bætist ekki við þennan lista eftir leikinn á Parken!

Friður í kjölfar friðarsúlu

Ólafur Jóhann @ 17.11 11/10

Ég hélt að nú ætluðu allir að vera vinir, elska friðinn, strjúka á sér kviðinn og vera vinir. Sá andi sveif allavega yfir vötnum í fyrrakvöld þegar kveikt var á friðarsúlunni – en nú eru aldeilis breyttir tímar. Nýr Dagur er risinn og spurning hvort nú verði ekki slökkt á friðarsúlunni?

Maður með mönnum í menningarelítunni

Ólafur Jóhann @ 11.54 5/10

Ég get stoltur sagt frá því að ég tilheyri menningarelítunni á Íslandi í dag, ef miðað er við orð Dr. Gunna og lesa má um hér.

Ég fékk fallegt boðskort þess efnis að mér væri boðið til þessa útsvarsveislu – og mun því eta og drekka á kostnað útsvarsgreiðanda Reykjavíkurborgar á glæsilegu hlaðborði.

Síðan ég fékk boðskortið hef ég helst verið að velta fyrir mér hverjir sessunautar mínir verða og dreymdi náttárúlega um að ég myndi sitja á milli þeirra Paul McCartney og Ringo Starr í boðinu. Ég varð því fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég las þessa frétt en áttaði mig svo auðvitað á því að þetta væri bara markaðsbrella – allar fréttir sem byrja á ,,óvíst” vekja forvitni og spennu og gert til þess að friðarljósið fræga nái kastljósi fjölmiðla. Þannig ég bind bara áfram vonir um að sitja á milli þeirra.

En auðvitað gæti ég líka lent hjá borgarstjóranum, Agli Helga eða einhverri annarri menningarspír – en það liggur þó fyrir að ekki mun ég sitja við hlið Dr. Gunna – bið hann kannski bara að taka upp Innlit/útlit fyrir mig!

- og hlakka til að hitta Jóku vinkonu mína á ný – það verða fagnaðarfundir, enda eyddum við saman heilli helgi hér forðum daga!

Stoltur bróðir

Ólafur Jóhann @ 08.51 23/6

Á ný hef ég fengið mikinn áhuga á gengi knattspyrnuliðs ÍBV sem leikur í fyrstu deildinni þetta árið. Raunar hef ég alltaf fylgst með leikjunum, en það sem eykur áhuga minn á liðinu er sú að eldri bróðir minn, gekk til liðs við ÍBV í vetur og hefur leikið með þeim í sumar. Það verð ég að segja að ég hef verið ákfalega stoltur af honum, finnst hann spila vel og seigur á miðjunni, þrátt fyrir að vera elsti leikmaður liðsins 32 ára!
Áfram…

Aftur á austurlandið!

Ólafur Jóhann @ 20.46 20/6

Nú er ég aftur kominn austur, í öðrum erindagjörðum þó! Nú er ég að vinna í sumarbúðum kirkjunnar við Eiðavatn. Þetta er annað sumarið sem ég vinn hér í sumarbúðunum og mér finnst þetta ferlega skemmtilegt, hér er gott samstarfsfólk, frábær aðstaða og veðurfarið er nánast suðrænt!
Annars er ljúft að frétta, lítið tíðinda og allt hið besta! Sendi kveðjur suður!

Mögnuð Mjóafjarðarferð!

Ólafur Jóhann @ 10.21 11/6

Um helgina átti ég því láni að fagna að fara austur á firði, nánar tiltekið á Mjóafjörð! Raunar er þetta í annað sinn sem ég fer í fjörðinn og er það alveg hreint mögnuð upplifun að koma á þennan fagra stað og ekki síður að hitta fyrir Mjófirðinga og eiga með þeim spjall og samfélag! Áfram…

Long time….

Ólafur Jóhann @ 10.06 11/6

Ég var spurður að því um daginn hvort nettengingin væri ónýt heima hjá mér?
,,Hví þá?” Spurði ég undrandi á svip!
,,Þú hefur ekki bloggað á neinni af bloggsíðum þínum undanfarin misseri!”

Þetta er rétt – ég hef ekkert skráð niður á annálinn og sem fyrr kenni ég tímaleysi um! Það hefur verið í nógu að snúast, ferðast og unnið að mörgum krefjandi verkefnum í hinu nýja starfi mínu! Nú er ég hins vegar á leið í sumarfrí – ætla að bregða mér á eyjarnar í suðri eftir helgina, hitta þar vini og ættingja – kem svo aftur í bæinn og mæli göturnar – en fer svo austur að vinna í sumarbúðunum að Eiðum, annað árið í röð! Það er ferlega skemmtilegt, enda er Fljótsdalshéraðið draumastaður – blíðuveður, falleg náttúra og gott fólk! Það er góð blanda!

Að ljúka námi!

Ólafur Jóhann @ 19.52 29/4

Nú er ég að leggja lokahönd á kúrsinn sem ég tók nú í endurmenntun HÍ – sálgæsla barna og unglinga. Raunar er nokkuð síðan tímunum lauk, en ég er að leggja lokahönd á verkefnin sem þarf að skila. Þetta hefur verið ótrúlega áhugavert námskeið.
Áfram…

Að lokinni prestastefnu!

Ólafur Jóhann @ 14.11 27/4 + 6 ath.

Undanfarna daga hef ég átt góða daga norður á Húsavík, hef þar setið á fundum með mörgum kirkjunnar þjónum sem hafa átt þar gott samtal um ýmis mál, þar á meðal um málefni samkynhneigðra sem hefur fengið gríðarlega athygli (og fremur neikvæða) í fjölmiðlum auk þess sem bloggarar eru heitir um þessi málefni.
Áfram…

Auðkennislyklar

Ólafur Jóhann @ 13.00 20/4 + 1 ath.

Í fyrstu þótti mér sniðugir þessir auðkennislyklar frá bönkunum. Þeir juku öryggið til mikilla muna og eru einfaldir í notkun. Smávegis aukavinna við að komast inn í heimabankann kom ekki að sök. Ég hef hins vegar skipt um skoðun!
Áfram…

Frábær fyrsti sumardagur

Ólafur Jóhann @ 19.30 19/4 + 2 ath.

Gleðilegt sumar. Sumarið heilsar á ánægjulegan hátt, með björtu sólskini, logni en þó er enn svolítið kalt úti. Þetta hefur verið mér afar ánægjulegur dagur.
Áfram…

Menning

Ólafur Jóhann @ 13.00 18/4

Í gærkvöldi sótti ég tónleika sinfóníulhómsveitar unga fólksins sem haldnir voru í Langholtskirkju. Ég vissi satt að segja ekki hverju ég átti von á, nema því helst að sjá unga frænku mína spila á fiðlu ásamt öðrum sem hljómsveitina skipa. Tónleikarnir komu þægilega á óvart, um það bil fimmtíu ungir og gríðarlega efnilegir tónlistarmenn skipa sæti sinfóníuhljómsveitarinnar sem lék fyrir tónleikagesti einhver glæsilegustu tónverk sögunnar, eins og sinfónía nr. 5 í c-moll (oft nefnd örlagasinfónían) eftir Beethoven og fleiri.
Þetta er raunar í fyrsta sinn sem ég heyri örlagasinfóníuna flutta “live” og flutti sveitin þetta verk meistarans óaðfinnanlega. Upphafsstefið þessarar þekktu sinfóníu þekkir hvert mannsbarn en um það sagði höfundurinn sjálfur: ,,Það er engu líkara en örlögin sjálf berji dyra”.

Eftir að hafa hlýtt á þessa góðu tónleika, þá held ég að það sé ljóst að stjórnendur sinfóníuhljómsveitar Íslands þurfi ekki að óttast framtíðina.

Spjallborð – athugasemdir

Ólafur Jóhann @ 18.00 12/4 + 4 ath.

Það er búið að vera líf og fjör í athugasemdakerfinu hér á síðunni. Ég hef mjög gaman af því að fylgjast með því þegar menn ræða málin og hef sjálfur gaman af því að ræða málin á vettvangi netsins á málefnanlegan hátt. Raunar er það nú yfirleitt þannig að ég fylgist með umræðum, án þess þó að blanda mér í umræðurnar, mér finnst hins vegar þurfa að vera ákveðnar grunnreglur í samskiptum á netinu.
Áfram…

Sumarið í nánd?

Ólafur Jóhann @ 18.00 11/4

Nú er rétt rúmlega vika í að við Íslendingar heilsum sumri. Við erum þegar farin að njóta þess að vakna í björtu og sólin sest ekki fyrr en löngu eftir að kvöldfréttartíminn er liðinn. Vorið er minn tími, hef reyndar aldrei þótt gaman á prófatímum, en fyrir og eftir slík tímabil finnst mér alveg sérlega gaman að lifa. Nú um páska fór ég að huga að vorverkunum. Áfram…

Ánægður með kollegana

Ólafur Jóhann @ 13.00 10/4 + 15 ath.

Átta prestar Þjóðkirkjunnar hafa kært sr. Hjört Magna Jóhannsson fyrir ummæli sín í Kompásþætti nú fyrir stuttu. Raunar hefur Hjörtur Magni látið margt út úr sínum munni, sem getur verið erfitt fyrir hann að standa við, og ég er geysilega ánægður að menn skyldu taka sig saman og láta hann svara fyrir þessi orð sín. Nú myndi einhver segja, ,,en hvað með umburðarlyndi og kristinn kærleika, er það kærleikur að kæra?” Áfram…

« Fyrri færslur   Næstu færslur »

© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli