ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Liðsstyrkur til ÍBV

09.27 23/10/09 - 0 ath.

Mikið ofsalega lýst mér vel á þann mikla metnað sem ríkir í herbúðum ÍBV fyrir næsta tímabil. Nú hefur verið gengið frá samningi við fyrirliðann  Andra Ólafsson, En gamla góða Tryggva Guðmundsson og við Ásgeir Aron Ásgeirsson.  Mér líst dúndrandi vel á þetta, en verð þó, sem dyggur stuðningsmaður ÍBV, að spyrja; á ekki að fara að drífa í að landa samningi við Yngva Borgþórsson?

Indjáninn

11.48 31/3/07 - 0 ath.

Las í Fréttablaðinu í vikunni að Jón Gnarr hefði selt kvikmyndarétt af bók sinni Indjáninn. Þá rann upp fyrir mér að Guðni Már og Ásdís gáfu mér þessa bók í jólagjöf, en ég hafði einhverra hluta vegna aldrei lesið hana. Ég dreif mig því í því og langar mig til að hvetja alla til að lesa bókina, hún er stórskemmtileg skálduð ævisaga höfundarins og segir frá æsku hans á spaugilegan hátt. Það er þó alvarlegur undritónn í bókinni, sem gerir bókina enn betri og áhugaverðari.

Gulli Helga hættur

17.57 16/3/07 + 1 ath.

Var að fletta Morgunblaðinu og sá þá að hinn eiturhressi laugardagsmorgunhani Bylgjunnar, Gunnlaugur Helgason ætlar að hætta á öldum ljósvakans. Hann er sá útvarpsmaður sem hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, allt síðan tveir með öllu gerðu garðinn frægan semma á tíunda áratugnum þar sem þeir seldu meðal annars svörtu bókina, dagbók sem var uppfull af fyndnum bröndurum. Ég get raunar skilið það að maðurinn vilji fá helgarfrí – en vona samt sem áður að hann fái fljótt “heimþrá” í útvarpið!

Furðulegt

15.49 2/3/07 + 1 ath.

Ætlaði að taka flugið til Vestmannaeyja á eftir, brottför 16.45. Kl. 15:15 fæ ég SMS – þar sem mér er tilkynnt að búið sé að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag og athuga eigi næst í fyrramálið. Þetta þykir mér skrýtið, því ég veit að veðrið geti breyst mikið á einni og hálfri klukkustund og verð ég lýsa vanþóknun minni á þessa þjónustu FÍ.
Hins vegar fá þeir rós í hnappagatið fyrir að senda manni sms – en að maður þurfi ekki að vera sífellt hringjandi til að athuga stöðuna á fluginu!

Ekki meira fyrir Eyjar!

11.20 2/2/07 + 1 ath.

Mikið gramdist mér að lesa viðtal við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í Morgunblaðinu. Hann hefur greinilega sagt sitt síðasta í bili til að bæta úr samgöngum við Vestmannaeyjar. Vissulega hefur margt breyst undanfarin ár, svo sem aukin ferðatíðni Herjólfs og ríkisstyrkt flug, en það er eigi að síður staðreynd að samgöngur við Eyjar eru langt í frá viðunandi og mun dýrara að ferðast til og frá Eyjum en milli annarra staða hér á landi. Herjólfur á víst að heita þjóðvegur og er skilgreindur sem slíkur hjá vegagerðinni.

Áfram…

Kærleiksrík auglýsing

17.14 10/12/06

Föstudagar eru góðir dagar, ekki bara vegna þess að þá gengur helgin í garð, heldur líka vegna þess að þá fæ ég Fréttir, annað af héraðsfréttablöðum Vestmannaeyja. Maður les blaðið ævinlega upp til agna allt frá auglýsingum til viðtalana og allt þar á milli. Í nýjasta blaðinu er ansi merkileg smáauglýsing. Áfram…

Nýr prestur Eyjamanna

22.52 27/9/06

Guðmundur Örn JónssonMinn kæri vinur Guðmundur Örn Jónsson var í dag valinn næsti prestur okkar Eyjamanna. Það er mikið fagnaðarefni að fá Guðmund í þjónustuna, því ég þekki hann vel og veit að hann hefur metnað og góðan mann að geyma. Ég óska honum og fjölskyldunni innilega til hamingju með þetta og hlakka til að sækja þau hjón heim á prestssetrið í minni næstu eyjaferð minni. Það er óhætt að segja að við Eyjamenn eigum góða presta og verður gaman að taka þátt í helgihaldinu!

Sérstök markaðssetning

07.01 25/9/06 + 2 ath.

Lén fyrirtækja skipta heilmiklu máli fyrir fyrirtæki og flestir vilja vera með nafn vörumerksins eða eitthvað sem einkennir það. Mér finnst því athyglisvert lén Suzuki bíla á Íslandi – suzukibilar.is – ég þekki svo sem ekki hver bilanatíðni þessara bíla er, en ég held að markaðsstjóri fyrirtækisins hafi ekki skorað mjög hátt þegar hann pantaði þetta lén :-)

Skrýtið!

16.38 29/8/06 + 3 ath.

Litla-hraunÍ ljósi undangenginna frétta um meintan fíknefnaburð fangavarðarins á Litla hrauni finnst mér þessi orð formanns fangavarðafélagsins á síðu 105 í textavarpinu í dag nokkuð spaugileg:

Sigurjón segir að yfirfull fangelsi geri fangavörðum erfitt fyrir með að sinna starfi sínu. Fíkniefnavandinn sé talsverður en starfsfólk reyni að gera sitt besta til sporna við honum.

Prestur kveður

20.03 25/8/06 + 1 ath.

Sr. Þorvaldur VíðissonSr. Þorvaldur Víðisson prestur okkar Eyjamanna ætlar að kveðja söfnuðinn í messu n.k. sunnudag. Hann mun láta af störfum um mánaðarmótin og taka við stöðu æskulýðsfulltrúa Dómkirkjunnar. Við Eyjamenn sjáum á eftir Þorvaldi því hann hefur verið mikill og góður þjónn safnaðarins og við þökkum fyrir hans góðu þjónustu. Sjálfur hef ég átt mikil og góð viðkynni við sr. Þorvald og eru þau öll hin bestu. Ég vona Guð og gæfan fylgi honum í nýjum störfum um leið og ég þakka honum fyrir þjónustuna við Ofanleitissókn.

Af útihátíðum

14.47 14/8/06 + 9 ath.

Sumarið hefur verið gott. Í júlímánuði var ég í sumarblíðu í sumarbúðunum að Eiðum og var gaman að hitta þar austfirska krakka sem eru hressir og skemmtilegir með eindæmum. Um verslunarmannahelgina fór ég að sjálfsögðu til Vestmannaeyja á þjóðhátíð og naut þess svo sannarlega enda er þetta ein stærsta og glæsilegasta útihátíð landsins fyrr og síðar. Sagan vitnar um það, hún hefur verið haldin síðan 1874 og má segja að hún hafi alltaf farið stækkandi og glæsileikinn sjaldan verið meiri en nú. Ég hef séð hátíðina bæði með augum lögreglumanns og sem venjulegur gestur og frá báðum hliðum get ég sagt að hátíðleiki er yfir mönnum þessa helgi í Herjólfsdal. Áfram…

Þreytandi rigning

16.44 17/6/06 + 2 ath.

Mikið er ég orðinn þreyttur við það að vakna á hverjum morgni við þessa endalausu rigningu. Veðrið hefur alveg ótrúleg áhrif á geðheilsu mína og ég get oft orðið ansi pirraður þegar er svona þungt yfir, sérstaklega á þeim tíma sem maður vill hafa sól, blíðu og hita. Þetta hefur líka þau áhrif að ég verð latur til verka – því hafa afköstin ekki verið mjög mikil í þessum mánuði – þar sem að það hefur aðeins verið EINN rigningarlaus dagur það sem af er júní mánuði – þrif og bílnum og fleira hefur því fengið að sitja á hakanum og mun bíða enn um sinn ;-)

Hitt og þetta

12.04 26/5/06 + 3 ath.

Undanfarnar vikur hafa verið nokkuð þéttar, einkum í ritgerðarvinnu og Rómarferð. Áfram…

Vínbúðin – Þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla!!

09.15 11/4/06 + 5 ath.

Um daginn sá ég athyglisverða frétt í blöðunum sem sagði frá niðurstöðu íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2004 í hópi smásöluverslana. Ég held að Hagkaup hafi fengið þessi verðlaun undanfarin ár, en nú hafa vínbúðirnar slegið þeim ref fyrir rass og er komið á toppinn.

Áfram…

Þýdd staðarnöfn

09.02 11/4/06

Það fer í taugarnar á mörgum þegar verið er að reyna þýða íslensk staðarnöfn yfir á erlend tungumál, eins og tíðkast hefur verið með Vestmannaeyjar (Westman islands). Gísli foster vinur minn tekur þetta til umfjöllunar á síðunni sinni og gerir grein fyrir þessum bjánalátum. Til að undirstrika fáránleikann gerir hann tilraun til þess að þýða önnur staðarnefn yfir á enska tungu, útkoman er bísna skemmtileg og hvet ég ykkur til að kíkja á hana.
Þetta minnir mig líka á bæklinginn sem Landakirkja gaf út fyrir allmörgum og gefinn er ferðamönnum sem koma í kirkjuna. Á enska bæklingnum er búið að þýða nafn kirkjunnar: Church at lönd.

« Fyrri færslur ·

© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli