ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Mannréttindaráð á villigötum

13.22 17/11/10

Víða í þessari veröld eru framin alvarleg mannréttindabrot á hverjum einasta degi.   Það er löngu þekktar og jafnframt sárar staðreyndir að gríðarlegur fjöldi barna er bundinn í þrælavinnu,  að vestrænir viðskiptarisar snuði bændur og framleiðendur í fátækari ríkjum  og að víða eru  fólk hneppt í varðhald segi það skoðanir sínar sem yfirvöldum eru ekki þóknanlegar. Áfram…

Ísland – best í heimi?

18.30 18/3/07 + 1 ath.

Við Íslendingar erum þess fullvissir að hér land okkar séu í hópi þeirra bestu hvað varðar búsetuskilyrði. Mengun er hér lítil, vatnið tært, þjóðin góð, börnin glöð og svo mætti lengi telja. Yfirleitt er þessum fullyrðingum skellt fram án frekari rökstuðnings og oft byggðar á tilfinningum eða þjóðerniskennd einum saman. Það er því gott og gagnlegt þegar hlutlausar rannsóknir eru gerðar á stöðunni hér á landi og þær bornar saman við stöðuna í nágrannaríkjum. Áfram…

Þversögn?

10.18 2/3/07

Sumir eru mjög harðir á móti því að fulltrúar ákveðinna trú- og lífsskoðana fá að fara inn í skólakerfið – ættu hlest ekki að stíga fæti inn í skólabyggingarnar – og telja sig þannig vera að berjast fyrir réttindum allra nemenda. Það er skondið þegar þessir sömu einstaklingar eru mættir í menntaskólana og farnir að útbreiða sinn boðskap. Trúverðgur málflutningur hjá þessum mönnum – tja – varla!

Markaðssetning

22.42 11/5/06 + 5 ath.

Ég ákvað að láta að búa til útvarpsauglýsingu fyrir sumarnámskeiðin í Seljakirkju. Hún mun fara í spilun á Bylgjunni, Létt og Talstöðinni eftir helgina. Ég hlakka mikið til að sjá viðbrögðin!

Skynsamleg skuldbinding

18.41 5/5/06 + 6 ath.

Í dag flutti ég lokaprédikun mína við guðfræðideild Háskóla Íslands. Sigurvin Jónsson flutti einnig sína lokaprédikun og var athöfnin hátíðleg og vel sótt. Fyrir áhugasama set ég prédikunina hér á vefinn. Áfram…

Veikur!

09.51 26/10/05 + 3 ath.

Það er oft ótrúlega gefandi og skemmtilegt að vinna í með börnum. Sl. fimmtudag kom til mín tíu ára gamall strákur og tilkynnti mér að hann kæmist líklega ekki á næsta fund. Áfram…

Gaman á landsmóti

23.18 19/10/05 + 4 ath.

Um helgina var landsmót kirkjunnar haldið á Akureyri. Ég kom nokkuð að skipulagningu mótsins auk þess sem góður hópur úr Seljakirkju tók þátt í mótinu. Mótið heppnaðist að flestu leyti afskaplega vel og heyrist mér vera mikil ánægja hjá unglingunum sem tóku þátt. Áfram…

Minnihlutahópar í heimi Biblíunnar

15.47 28/1/05 + 15 ath.

Þetta misserið sit ég námskeið sem fjallar um minnihlutahópa í Nýja testamentinu. Þetta er ótrúlega áhugavert og hlakka ég mjög til framhalds í kúrsinum. Nú er viðfangsefnið til að mynda konur og Kristur og er gaman að skoða tengsl hans við konur sem voru sannarlega félagslega veikar á þessum árum.

Kynningarferd

11.37 28/5/04 + 1 ath.

Nú er ég að kynna mér hvernig Danir hafa það í æskulyðsmálum sínum. Fórum í Brosonkirken í gær þar sem alveg merkilgt starf er unnið med börnum og unglingum. Ýmislegt skemmtilegt sem við, Íslendingar getum eflaust tileinkað okkur. Ég á eftir að fjalla meira um ferðina sídar og það starf sem við erum að kynna okkur hér.

Ein góð úr barnastarfinu

09.12 29/4/04 + 4 ath.

Eins og ég hef áður sagt þá er mjög gaman að taka þátt í öflugu barnastarfi kirkjunnar og margt skemmtilegt sem ber á góma í spjalli við krakkana. Í Kirkjuprökkurum í Langholtskirkju um daginn sagði ein stelpa við mig eftir að hafa tekið eftir að ég var með kross um hálsinn: Áfram…

Páskahugvekja

10.17 11/4/04 + 1 ath.

Ég fékk það hlutverk að flytja stutta hugvekju í helgistund á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra. Ég læt hugvekjuna fylgja hér með: Áfram…

Predikun á páskadagsmorngi

10.15 11/4/04 + 3 ath.

Ég fékk það hlutverk að predika í hátíðarguðsþjónustu í Landakirkju á páskadagsmorgni. Læt predikunina hér fylgja: Áfram…

Eru unglingar ekki raunverulegir?

20.54 24/3/04 + 8 ath.

Ég var að lesa grein á kirkjan.is um heimsóknafjölda í Hafnarfjarðarkirkju á síðasta ári – þar mættu yfir 40 þúsund “raunverulegir” kirkjugestir. Áfram…

Í KROSSferð

20.44 15/3/04 + 18 ath.

Í gær fór ég ásamt nokkrum samstúdentum á samkomu í Krossinum. Ég hafði heyrt mikið af safnaðarstarfinu og “helgisiðunum” og Gunnar Þorsteinsson þekkja flestir Íslendingar. Því var ég fullur tilhlökkunar þegar ég mætti í húsnæði þeirra í Kópavogi Áfram…

Sorglegar kvöldbænir

15.38 25/2/04 + 3 ath.

Undanfarið hef ég verið að undirbúa mig fyrir upptökur á dagsrkárliðnum Orð kvöldsins sem ég mun lesa á RÚV innan tíðar. Þetta hefur verið afskaplega skemmtileg vinna og fróðleg, ég hef fundið marga texta og mörg gullkorn sem menn hafa sagt. En í allri þessari vinnu var þó sem koma mér mjög á óvart. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli