ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Ekki meira fyrir Eyjar!

11.20 2/2/07 + 1 ath.

Mikið gramdist mér að lesa viðtal við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í Morgunblaðinu. Hann hefur greinilega sagt sitt síðasta í bili til að bæta úr samgöngum við Vestmannaeyjar. Vissulega hefur margt breyst undanfarin ár, svo sem aukin ferðatíðni Herjólfs og ríkisstyrkt flug, en það er eigi að síður staðreynd að samgöngur við Eyjar eru langt í frá viðunandi og mun dýrara að ferðast til og frá Eyjum en milli annarra staða hér á landi. Herjólfur á víst að heita þjóðvegur og er skilgreindur sem slíkur hjá vegagerðinni.

Áfram…

Þeir heita Árni…

12.20 13/11/06

…og skipa tvö efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Já úrslitin eru alveg hreint merkileg! Ég er ánægður með Árna Johnsen, því hann er vinnuþjarkur mikill en hefði viljað sjá Guðjón Hjörleifsson ofar. Hann er duglegur drengur og hefur unnið vel fyrir eyjarnar undanfarin ár og finnst mér miður að hann þurfi nú að hætta þingmennsku.

Áfram…

Draumalandið…

19.25 18/10/06

er ansi hreint mögnuð bók, var núna fyrst að ljúka við hana! Hún var sett á hilluna í einn mánuð, en lauk henni svo af í einum rykk! Ég byrjaði í lok júní á bókinni og var þá frekar hlynntur virkjuninni, en hafði þá lítið spáð í þessi mál síðan þá hef ég skoðað virkjanasvæðið, fylgst með umræðum og fréttum og nú lokið bókinni og er nú komin á aðra skoðun – held að við ættum að reyna að finna okkur eitthvað annað næst þegar við þurfum að auka atvinnu í landinu

Vakningin um Vestmannaeyjar

22.00 9/4/05 + 2 ath.

Vakning hefur átt sér stað – andi kom yfir bræður vora í ríkisstjórn! Allt í einu opinberaðist þeim mikill sannleikur. Áfram…

Fréttastofa Stöðvar 2

16.01 28/1/05 + 5 ath.

Falleinkunn vikunnar fá fréttamenn Stöðvar 2. Hún hefur staðið sig skelfilega þessa vikuna og vinnubrögð fréttamannanna hafa verið til háborinnar skammar. Áfram…

Eru fjölmiðlalög ekki nauðsynleg?

00.52 17/7/04 + 20 ath.

Þegar fjölmiðlafrumvarpið var fyrst kynnt þá lýsti ég því yfir hér annálnum að ég væri algerlega á móti frumvarpinu. Ég taldi frumvarpið stríða gegn stefnu flokks sem telur sig vera á hægri vængnum og heldur uppi merkjum frjálshyggju og frelsi einstaklingsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og mér hefur snúist hugur og held ég að það sé nauðsynlegt að setja lög á fjölmiðla, það hafa Baugstíðindi sjálf sannað. Hvað hefur valdið því að ég breytti um skoðun? Áfram…

Dýrar kosningar

12.00 1/7/04 + 4 ath.

Það er athyglisverð staðreynd sem fréttablaðið Vaktin bendir á í blaðinu í dag. Þar er fjallað um kostnaðinn við forsetakosningarnar í Vestmannaeyjum og þar reiknað út hvað hvert atkvæði kostar. Áfram…

Auðir og/eða ógildir vs. gildir seðlar

19.58 27/6/04 + 5 ath.

Eins og lesendum er kunnugt voru forsetakosningar í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk að kjósa í slíkum kosningum þökk sé Ástþóri Magnússyni þar sem segja má að hann hafi stofnað til kosninganna. Áfram…

Fjölmiðlafrumvarpið

10.37 27/4/04 + 29 ath.

Davíð ætlar virðist ætla að enda annars glæstan stjórnarferil á botninum. Fjölmiðlafrumvarpið hans er langt út fyrir allt sem eðlilegt getur talist – með frumvarpinu opinberar hann skýrt fýluna í sjálfum sér og hvernig hann getur beitt völdum sínum til að kippa fótunum undan einum einstakling, einstakling sem hann þolir ekki. – Hann virðist samt ekki átta sig á því að þessi fýla sín bitnar á öllum 700 starfsmönnunum fyrirtækisins. Sighvatur Jónsson, fréttamaður á Stöð2 og Bylgjunni er með mjög fínan pistil um þetta mál. Ég er satt að segja reiður út í manninn og þá sem hann stjórnar þarna á Þinginu. Ótrúlegt!!!!

Skemmtilega ruglaðar umræður

12.14 31/1/04 + 3 ath.

Skv. þessari frétt þá virðist allt vera í stakasta lagi í Vestmannaeyjabæ, enda hafa menn ekki um annað að rífast en hversu margir jólasveinarnir eru og hvenær skal segja Eyjamönnum að taka niður eða setja upp jólaskraut á heimilum sínum. Alveg makalaust.
En málið er að sú hugmynd kviknaði í fyrra og komst svo til framkvæmda að bæjarstjórn hvatti fólk til þess að hafa jólaksrautið fram yfir 23. janúar en þann dag voru 30 ár síðan gosið hófst á Heimey. Í ár hvatti bæjarráð til hins sama, en umræður í bæjarstjórninni urðu öllu líflegri.

Áfram…

Ræður pólitíkin stöðuveitingum?

18.11 28/11/03 + 8 ath.

Ætli það sé pólitísk ákvörðun að ráða Ólu Heiðu en ekki Erling í stöðu íþróttafulltrúa?

http://www.eyjar.net/?p=fullfrett&id=1355

Stormurinn látinn fjúka!

09.26 11/7/03 + 3 ath.

Inga Sigurðssyni (a.k.a Stormurinn) hefur nú verið rekinn, þrátt fyrir að hafa haft mikinn hluta bæjarbúa á bak við sig. V-listamenn skeyta því engu hvað bæjarbúar segja, þeir eru við völd og þeir skulu sko ráða!

Áfram…

Nýr bæjarstjóri í Eyjum

18.09 13/5/03 + 4 ath.

Nú eru þingkosningar að baki og þá fara að upplýsast ýmis viðkvæm mál sem geymd hafa verið fram yfir kosningarnar. Til dæmis hefur kjaradómur birt úrskurð sinn um laun æðstu embættismanna ríkisins, einhverjar skýrslur Ríkisendurskoðunar bíða birtingar og fleiri slík viðkvæm mál. Ég er með kenningu um að eitt sem ekki er enn komið í ljós, hafi beðið fram yfir kosningar og hafi þurft að bíða eftir úrslitum kosninganna. Áfram…

Merkileg skoðanakönnun

09.51 4/5/03 + 1 ath.

Enn er komin ný skoðanakönnun og er hún frá Gallup að þessu sinni. Það sem mér fannst hvað merkilegast við hana var fylgi Nýs afls sem var harla lítið. Áfram…

Búinn að kjósa

21.32 2/5/03 + 7 ath.

Ég var heldur snemma í því að kjósa í þetta skiptið. Ástæðan er sú að á kjördag mun ég sitja sveittur í einni af byggingum Háskóla Íslands í próftöku og þrátt fyrir að prófi sé lokið fyrir lokun kjörstaða þá á ég frekar erfitt um vik að komast í mína kjördeild enda ekki enn komin akstursleið þangað. Vonandi að slík leið verði lögð næsta kjörtímabili en verður þó að teljast frekar ósennilegt. Áfram…

« Fyrri færslur ·

© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli