ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Beðið eftir jólunum…

08.51 23/12/06

Öll börn upplifa það að þurfa að bíða eftir jólunum, síðustu dagar fyrir jól eru ótrúlega lengi að líða og í hugum barna er aðfangadagur trúlega lengsti dagur ársins! Í seinni tíð hefur biðin svo sem ekki verið mjög löng, próf langt fram undir jól og þá taka við verk sem tilheyra undirbúningi jólanna – nú í fyrsta skiptið í mörg ár, var ég ekki í prófum en var samt á síðustu stundu með hluti (eins og mér er lagið) og ætlaði mér að fara til Vestmannaeyja í gærkvöldi, en ég bíð! Ég bíð eftir að Herjóflur sigli á milli lands og Eyja – hann fór ekki í gærkvöldi og er ekki enn farinn í dag – ég vona að komi ekki til þess að ég þurfi að verja aðfangadagskvöldi hér í Reykjavík – þá eru aðstæðurnar orðnar eins og í flestum jólasögunum… einhver hýrist einn í brjáluðu veðri í einhverjum sveitakofa (raunar er bryggjuhverfið ekki svo afskekkt – en hverju breytir?), borðar einhvern hversdagslegan mat (ég á troðinn frysti af ýsuflökum) og svo kemur einhver bjargvættur (sem í þessari sögu yrði trúlega einhver móðursystra minna) og býður honum að koma til að verja jólunum hjá sér og sinni fjölskyldu, þar sem er allt til alls.
Nei, nei ég treysti nú á að veðrið fari að lægja svo Herjólfsmenn geti farið að sigla á milli!

Góður dagur…

22.58 14/11/06

Erfingjar eilífðarinnar…er að kveldi kominn. Þetta hefur verið fjölbreyttur og skemmtilegur dagur! Hófst með eðlilegum hætti með því að ég mætti til vinnu minnar í Seljakirkju. Áfram…

Róleg tíð

19.42 25/8/06

Það er heldur róleg tíð þessa dagana, leikjanámskeiðunum í Seljakirkju er lokið og nú vinnum við að undirbúningi fyrir vetrarstarfið sem hefst fyrstu vikuna í september. Sem fyrr er stefnt að metnaðarfullu og vönduðu í Seljasókn sem fyrr!
Annars er það helst að frétta að mér líður hálf einkennilega – þetta er fyrsta haustið síðan 1987 sem ég fer ekki í skóla… því fylgja bæði kostir og gallar!

Gleðilega þjóðhátíð…

16.40 17/6/06 + 2 ath.

Eins og svo oft áður hef ég verið alltof latur við að skrásetja inn á annálinn – það hefur þó ekki verið vegna anna í skóla eða vinnu, heldur vegna mikilla ferðalaga undanfarið. Sl. þrjár helgar hef ég farið til Vestmannaeyja og á síðustu þremur vikum hef ég einnig farið í tvær sumarbústaðaferðir. Þetta hefur því verið nokkuð góður tími og það er ekki síður skemmtilegur tími framundan: Áfram…

Á leið til London

12.23 17/3/06

Já, nú ætla ég að heimsækja England í fyrsta sinn. Síðar í dag ætlum við bræðurnir að taka stefnunaá London en tilgangurinn er að fara á Highbury á morgun og horfa á Arsenal og Charlton. Ég er reyndar stuðningsmaður Liverpool, en þegar á völlinn er komið skilst mér að það skipti engu máli hverjir spila, stemningin er víst ótrúleg. Ég hlakka til að upplifa hana!

Róleg tíð

22.25 9/1/06 + 4 ath.

Nú er orðið of langt frá síðustu færslu. En nú eru jól, áramót og þrettándagleðin liðin hjá og við tekur grár hversdagsleikinn. Reyndar verður þetta misseri í skólanum með allt öðru sniði en ég á að þekkja, þar sem ég verð aðeins á föstudögum í tímum. Reyndar mun ritgerðin taka stóran toll af tíma mínum, en ég ætla að skrifa um exodusstef í tilteknum sálmum Davíðssálma. Síðan styttist auðvitað í útskriftina, en ég stefni á útskrifast úr deildinni í sumar. Þannig að það er bjart framundan!

Fjölbreytt Eyjaferð

11.06 16/6/05 + 4 ath.

Í dag er ferðinni heitið til hinna fögru Vestmanaeyja. Það er skömm að segja frá því að þangað hef ég ekki farið síðan um páska. Það er einkum vegna mikilla anna og prófa í skólanum og mikillar vinnu í nýju starfi. En komandi helgin er þéttskipuð þar sem árgangsmót og prédikun bera hæst. Áfram…

Almennt blaður

17.24 2/5/05 + 2 ath.

Það er víst fátt annað en prófin sem fylla huga manns þessa dagana. Tvö próf eru frá, þrjú eftir. Ég hef það á tilfinningu að mér hafi gengið ágætlega í þessum prófum en það gefur þó ekki ávísun á áframhaldandi velgengni. Áfram…

A + B = C?

17.03 27/4/05 + 2 ath.

Síðan ég byrjaði í guðfræðideildinni hef ég reynt að vera duglegur að læra, skipuleggja tímann og sinna náminu skipulega. Áður en ég hóf nám við deildina fór ég meira að segja á námstækninámskeið!

Áfram…

Breytingar

15.39 1/4/05 + 1 ath.

Undanfarið hef ég verið að velta fyrir mér sumarstarfi. Ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér varðandi þessi mál og kom helst til að starfa þriðja sumarið í lögreglunni í Vestmanneyjum eða sækja um á geðdeild Landspítalans, en hvort tveggja þykir góður undirbúningur fyrir prestsefni. Hvorugt þessara starfa varð þó fyrir valinu. Áfram…

Ánægjulegt ferðalag

22.35 13/2/05 + 1 ath.

Um helgina fór ég til Vestmannaeyja. Tilefnið var að spila með Lúðrasveit Vestmannaeyja á hinum árlegu styrktarfélagatónleikum. Áfram…

Borgarbíll

13.05 7/2/05 + 5 ath.

Í nóvember sl. keypti ég mér nýlega sjálfrennireið til að koma mér á milli staða. Sú stutta reynsla sem komin er á hana í minni eign segir mér að henni líki alls ekki við landsbyggðina, jah eða landsbyggðinni ekki við hana! Áfram…

Á nýju ári

20.33 11/1/05 + 1 ath.

Þó janúar sé í sjálfu sér leiðinlegur mánuður þá finnst mér samt alltaf gaman í upphafi nýs árs. Á þessum tíma eru svo mörg ný tækifæri fyrir hendi og skemmtileg verkefni liggja fyrir. Áfram…

Hátíð í bæ

00.51 3/1/05

Að sjálfsögðu var ég yfir hátíðarnar hér í suðurhöfum, nánar tiltekið í Vestmannaeyjum. Fór ég þó ekki yfir fyrr en á Þorláksmessu, enda hafa staðið yfir miklir flutningar úr íbúðinni í Stóragerðinu þar sem til stendur að flytja í nýja íbúð nú í byrjun árs. Áfram…

Gleðilegt ár

00.47 3/1/05 + 2 ath.

Ég óska öllum lesendum annálsins sem og öðrum, gleðilegs árs með þökk fyrir samskipti á liðnum árum. Guð færi ykkur hamingju á því ári sem upp er runnið.

« Fyrri færslur ·

© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli