ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt

« Mannréttindaráð á villigötum · Heim ·

Það líður að kosningum.

Ólafur Jóhann @ 10.23 18/10/12

Líður að kosningum. Ég ætla að segja já við spurningu númer þrjú og hvet þig til að gera slíkt hið sama vegna þess að Þjóðkirkjan hefur margvíslegum skyldum að gegna í þessu samfélagi okkar.
- Hún er eina trúfélagið sem hefur þá skyldu að vera með starfsstöðvar um allt land.
- Hún er í senn trúarlegur, félagslegur og menningarlegur vettvangur.
- Þjóðkirkjan sinnir öllum landsmönnum, óháð trúfélagsaðild.
- Stór hluti af tekjum hennar fer til mannræktar og forvarnarstarfs.
- Til kirkjunnar leita margir sem eiga um sárt að binda vegna sorgar, fátæktar eða kvíða.
- Til kirkjunnar kemur fólk í hjónakrísum og öðrum fjölskyldukrísum til að fá leiðsögn og hjálp.
- Til kirkjunnar er leitað þegar slys og andlát verða.
- Til kirkjunnar leitar fólk á stærstu stundum í lífinu.
- Þú getur náð í prestinn þinn bæði að nóttu sem degi.
- Kirkjan og kristin trú hefur mótað þetta þjóðfélag, trú, sið og almanak.

Þegar þú kýst á laugardaginn skaltu hugsa um það allt – en ekki til að sýna reiði í garð tiltekinna einstaklinga sem brugðust ekki rétt við á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Enginn veit hvað nei-ið í kosningunum á laugardaginn þýðir raunverulega, en með já-inu tryggjum við að það góða starf muni halda áfram sem hefur reynst þjóðinni blessun í 1012 ár.

url: http://olafur.annall.is/2012-10-18/%c3%bea%c3%b0-li%c3%b0ur-a%c3%b0-kosningum/


© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli