ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt

« Langt á milli · Heim · Reffilegur ritstjóri »

Með hrossasótt

Ólafur Jóhann @ 08.00 22/2/10

Eins og helmingur Íslendinga fór ég að ráðum landlæknis og skellti mér í sprautu gegn svínaflensunni ógurlegu. Ég vona því að ég er laus við þá vá sem henni fylgir – hins vegar er ég orðinn allslæmur af annarri veiki sem rekja má til dýra – ég þjáist nefnilega af hrossasótt.Í fyrra keypti ég fagran 11 vetra hest sem ber nafnið Neisti. Nú er hann kominn í hús og verð ég segja að reiðmennskan og allt þetta hestastúss er ótrúlega skemmtileg og má sannarlega líkja þessu við einhvers konar veiki. Maður leitar sífellt af lausum stundum til að geta skellt sér á bak. Það í raun ótrúlegt hversu góðir reiðstígar eru í kringum hesthúsahverfin á höfuðborgarsvæðinu - og fátt betra í þeirri dásamlegu veðurblíðu sem hefur ríkti í borginni undanfarna daga.

url: http://olafur.annall.is/2010-02-22/med-hrossasott/


© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli