ólafur.annáll.is

AnnállPrívatStjórnmálTrú og kirkjaÝmislegt
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Það líður að kosningum.

Ólafur Jóhann @ 10.23 18/10

Líður að kosningum. Ég ætla að segja já við spurningu númer þrjú og hvet þig til að gera slíkt hið sama vegna þess að Þjóðkirkjan hefur margvíslegum skyldum að gegna í þessu samfélagi okkar.
- Hún er eina trúfélagið sem hefur þá skyldu að vera með starfsstöðvar um allt land.
- Hún er í senn trúarlegur, félagslegur og menningarlegur vettvangur.
- Þjóðkirkjan sinnir öllum landsmönnum, óháð trúfélagsaðild.
- Stór hluti af tekjum hennar fer til mannræktar og forvarnarstarfs.
- Til kirkjunnar leita margir sem eiga um sárt að binda vegna sorgar, fátæktar eða kvíða.
- Til kirkjunnar kemur fólk í hjónakrísum og öðrum fjölskyldukrísum til að fá leiðsögn og hjálp.
- Til kirkjunnar er leitað þegar slys og andlát verða.
- Til kirkjunnar leitar fólk á stærstu stundum í lífinu.
- Þú getur náð í prestinn þinn bæði að nóttu sem degi.
- Kirkjan og kristin trú hefur mótað þetta þjóðfélag, trú, sið og almanak.

Þegar þú kýst á laugardaginn skaltu hugsa um það allt – en ekki til að sýna reiði í garð tiltekinna einstaklinga sem brugðust ekki rétt við á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Enginn veit hvað nei-ið í kosningunum á laugardaginn þýðir raunverulega, en með já-inu tryggjum við að það góða starf muni halda áfram sem hefur reynst þjóðinni blessun í 1012 ár.

Mannréttindaráð á villigötum

Ólafur Jóhann @ 13.22 17/11

Víða í þessari veröld eru framin alvarleg mannréttindabrot á hverjum einasta degi.   Það er löngu þekktar og jafnframt sárar staðreyndir að gríðarlegur fjöldi barna er bundinn í þrælavinnu,  að vestrænir viðskiptarisar snuði bændur og framleiðendur í fátækari ríkjum  og að víða eru  fólk hneppt í varðhald segi það skoðanir sínar sem yfirvöldum eru ekki þóknanlegar. Áfram…

Byrjað upp á nýtt

Ólafur Jóhann @ 11.25 17/11

Enn á ný ætla ég að reyna að byrja upp á nýtt í annálsfærslunum. Margt er að gerast í þjóðfélaginu, kirkjunni og víðar og ágætt að virkja þennan vettvang til að opinbera skoðanir sínar á ólíkustu hlutum.

Reffilegur ritstjóri

Ólafur Jóhann @ 20.44 24/2

Ég fagna ritstjóraskiptunum á Fréttablaðinu. Ólafur Stephensen er góður og heiðarlegur maður og ég var afskaplega hrifinn af mogganum undir hans stjórn – þó ég sé reyndar ekki alveg sammála þessum evrópusambandshugmyndum hans. En það verður gaman að sjá hvort og þá hverjar áherslubreytingar verða á blaðinu.

Með hrossasótt

Ólafur Jóhann @ 08.00 22/2

Eins og helmingur Íslendinga fór ég að ráðum landlæknis og skellti mér í sprautu gegn svínaflensunni ógurlegu. Ég vona því að ég er laus við þá vá sem henni fylgir – hins vegar er ég orðinn allslæmur af annarri veiki sem rekja má til dýra – ég þjáist nefnilega af hrossasótt. Áfram…

Langt á milli

Ólafur Jóhann @ 17.55 21/2

Það er heldur langt á milli færslna hér hjá mér – ljótt ef maður skrifar bara tvær færslur á ári eða svo. Ég hef verið of latur við að  blogga og eftir því sem lengra líður verður erfiðara að koma sér í gírinn á ný – þetta er ekki ósvipað líkamsræktinni. En nú er ísinn brotinn og haldið upp í nýja ferð… verð í bandi í vikunni….

Liðsstyrkur til ÍBV

Ólafur Jóhann @ 09.27 23/10

Mikið ofsalega lýst mér vel á þann mikla metnað sem ríkir í herbúðum ÍBV fyrir næsta tímabil. Nú hefur verið gengið frá samningi við fyrirliðann  Andra Ólafsson, En gamla góða Tryggva Guðmundsson og við Ásgeir Aron Ásgeirsson.  Mér líst dúndrandi vel á þetta, en verð þó, sem dyggur stuðningsmaður ÍBV, að spyrja; á ekki að fara að drífa í að landa samningi við Yngva Borgþórsson?

Byrjað upp á nýtt

Ólafur Jóhann @ 23.52 11/8

Það eru tæplega 13 innihaldsríkir og góðir mánuðir liðnir frá síðustu færslu. Facebook hefur rutt sér mjög til rúms og tekið yfir tíma bloggarana, en er ekki rétt að hefja þessa síðu til vegs og virðingar á ný, reyna að koma hér með sjónarmið og vangaveltur, skella hér inn jafnvel einni og einni prédikun. Stefni á að reyna að hafa þetta örlítið kraftmeira en hingað til. Sjáum hvað setur!

Þökkum góðum Guði á goslokaafmæli

Ólafur Jóhann @ 18.43 14/7

Það var góð þátttaka í goslokamessu Eyjamanna í Seljakirkju í síðustu viku. Ég læt hér fylgja prédikun dagsins.
Áfram…

Goslokamessa í Seljakirkju

Ólafur Jóhann @ 21.02 1/7

Helgina 4. – 6. Júlí nk. verður þess haldið upp á að 35 ár eru síðan gosi lauk í Heimaey. Mikil hátíðardagskrá verður í Eyjum alla helgina og verður mikið um dýrðir. En eins og gengur hafa ekki allir tök á því að sækja Eyjarnar heim og því hefur verið ákveðið í samstarfi við Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR)að vera með goslokamessu í Seljakirkju í Breiðholti að þessu tilefni sunnudaginn 6.júlí kl. 20.00.

Verður Eyjastemningin þar fyrirferðamikil og munu Eyjapeyjarnir sr. Kristján Björnsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna fyrir altari og nokkrir félagar úr sönghóp ÁtVR leiða sönginn ásamt Þorvaldi Halldórssyni sem mun leika undir. Að lokinni messu verður létt spjall, kaffi og konfekt og notaleg stemning.

Matthías Ásgeirsson fer með ósannindi

Ólafur Jóhann @ 19.54 1/7

Aftur verð ég að vísa á formann vantrúar sem gerir prédikun ,,mína” að umfjöllunarefni í síðustu fjórum bloggfærslum sínum, vísar bæði í hana skriflega sem og í hljóðskrám. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki alveg á þessu, því mig minnti endilega að ég hefði verið í fríi síðasta sunnudag. Þegar ég hlýddi á hljóðupptökurnar fannst mér rödd mín eitthvað öðruvísi en hún á að sér að vera.
Við nánari rannsókn hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég var bara í alls kostar ágætu fríi sl . sunnudag, mætti í guðsþjónustu í Seljakirkju og hlustaði á góða ræðu sr. Bolla Péturs og gerði lítið annað af mér þann dag. Á ég því erfitt að átta mig á þessari annars ágætu prédikun ,,minni” nema ef vera skyldi að formaður Vantrúar fari með ósannindi, opinberi óvönduð vinnubrögð sín, og rugli mér saman við séra Ólaf Jóhannsson. Ég efast um að formaðurinn sé blindur, ólæs og heyrnarlaus, því bæði í kynningu hjá Ríkisútvarpinu og á trú.is kemur það skýrt fram að það sé Séra Ólafur Jóhannsson sem eigi þessa ræðu – Eru þetta lýsandi dæmi um vinnubrögð vantrúarmanna? – og þeir sem telja sig sannleikans megin í lífinu!

Að gefnu tilefni þori ég þó ekki öðru en að vísa á þessa gagnrýni á formannsins

Að ritskoða athugasemdir

Ólafur Jóhann @ 22.13 23/6

Mér varð litið inn á heimasíðu formanns Vantrúarfélagsins í dag og sá þá hvar hann var að kvarta yfir ritskoðun kollega míns, séra Svavars á ritskoðunum á athugasemdum. Mér þótti þessar athugasemdir formannsins sérlega skondnar í ljósi þess að á sínum tíma bannaði hann mér að gera athugasemdir á síðuna sína. Jah, margt er í heiminum hverfult!

Fram á ritvöllinn á ný

Ólafur Jóhann @ 19.03 23/6

Það hefur verið löng pása á þessum bænum. Er ekki rétt að taka fram skriffærin og hefja skrif á ný…. sett eitthvað hér inn næstu daga!

Sterkasta táknið

Ólafur Jóhann @ 21.11 12/12

Í tilefni af umræðunni í dag og undanfarna daga, set ég hér inn prédikun mína frá síðasta sunnudegi.

Í dag er annar sunnudagur í aðventu. Við kveikjum á Betlehemskertinu og minnum okkur á fæðingarstað frelsarans er hann kom í þennan heim, í hinar fábrotnustu aðstæður á hinum fyrstu jólum. Það sem er svo einkennandi fyrir samfélagið á þessum árstíma er undirbúningurinn. Við undirbúum okkur fyrir komu frelsarans í heiminn og öll eigum við okkar siði sem við höldum fast í á þessum undirbúningstíma. Guðspjallstextar aðventunnar minna okkur á, hvers við væntum og krefur okkur jafnframt til innri undirbúnings og íhugunar á boðskapi Krists.
Áfram…

Hvað með ferðamannaiðnaðinn?

Ólafur Jóhann @ 12.25 23/11

Mér þykir afar vænt um Vestmannaeyjar, einn góðan veðurdag langar mig til að flytja þangað og búa mér og fjölskyldu minni heimili. Ég veit að það verður ekki alveg á næstunni, en það mun koma að því. Ég lít framtíð eyjanna björtum augum enda hefur jákvæðnin einkennt samfélagið þar undanfarin misseri og menn sjá tækifæri í mörgum hornum, og þá einna helst í ferðamannaþjónustu. Efling fermannaðiðnaðar gerist ekki að sjálfu sér, og ekki nóg að tönglast á þessum orðum signt og heilagt til þess að allt breytist – menn þurfa að breyta einhverju og sækja fram. Nú hefur bæjarstjórn og umsjónarmenn þrettándagleði ÍBV lagt sitt á vogarskálarnar og hafa ákveðið hafa þrettándagleðina næstu tvö ár á laugardegi, til þess að fleiri sækja þessa hátíð sem þrettándagleðin sannarlega er! En þá kveður við heldur neikvæðan tón hjá eyjamiðlum og í eyjablöðum vegna þessara breytinga! Áfram…

« Fyrri færslur  

© ólafur.annáll.is · Færslur · Ummæli